Fréttir af innleiðingu lausnahringsins
Nú er formlegri innleiðingu lausnahringsins lokið. Verkefnastjórinn okkar, Arnrún María (Adda) hefur náð settu marki og sleppir aðeins af okkur hendinni en við munum halda áfram að æfa okkur og innleiða þetta frábæra verkfæri.
Lausnahringurinn er verkfæri sem kennir okkur að setja og virða mörk í samskiptum og henta samskiptareglurnar fyrir börn og fullorðna.
Miðvikudaginn 12. júní þá kom lausnahetjan (Adda) og færði börnunum viðurkenningu fyrir að hafa æft sig í lausnunum. Allar deildir eru komnar með viðurkenningarskjal og bikar inni á deild til að minna sig á hvað þeim hefur gengið vel í þessu verkefni okkar og til að muna eftir því að nota lausnirnar.
Börnin eru orðin mjög meðvituð um lausnahringinn og notkun hans og eru farin að leita til okkar kennaranna til að fá aðstoð við að velja lausn þegar upp koma árekstrar í samskiptum og það er mjög gaman að fylgjast með þeim tileinka sér þetta frábæra verkfæri.