Leikskólinn Furugrund er eTwinning skóli og er viðurkenningin til tveggja ára í senn. Leikskólinn Furugrund hefur í mörg ár tekið þátt í Evópusamstarfi og hefur allt starfsfólk skólans tekið þátt, en hvað þýðir það að vera eTwinning skóli?

 

  • "Að vera eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til að styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans.
  • eTwinning skólar eru sýnilegri í skólasamfélagi
  • eTwinning skólarnir fá tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og verða hluti af evrópsku neti eTwinning skóla
  • Þeir hafa aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur þannig möguleika og tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara og skólastjórnendur.

 

Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um titilinn eru eftirfarandi:

 

  1. Skólinn hefur verið skráður í eTwinning í að lágmarki tvö ár
  2. Í skólanum starfa að lágmarki tveir kennarar sem eru virkir í eTwinning
  3. Að lágmarki einn kennari við skólann hefur tekið þátt í verkefni sem hlaut gæðamerki (National Quality Label) á síðustu tveimur árum" (Tekið af vefsíðu Erasmus + https://www.erasmusplus.is/studningur-og-gogn/stodverkefni/etwinning/etwinning-skolar/

 

Leikskólinn Furugrund hlaut einmitt gæðamerki fyrir Be a Master let's celebrate christmas together 2018 en það verkefni var aðeins eitt af mörgum sem við höfum tekið þátt í og fengið lof fyrir. Aukin skólaþróun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda skilar sér svo auðvitað til þeirra sem allt snýst svo um, litlu nemendanna okkar.